Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 26. mars 2021 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Hannes: Var alltaf markmið að taka fram úr kallinum
Icelandair
Hannes fyrir leikinn í gær.
Hannes fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta fór hrikalega af stað," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2-0 eftir einungis sjö mínútur.

„Þeir eru góðir. Við sýndum allavega karakter að ná áttum í þessum hrikalega erfiðu aðstæðum og skrúfa fyrir lekann. Við áttum fínustu upphlaup, sérstaklega í síðari hálfleik. Við getum fundið ljósa punkta í þessu."

Stutt er á milli leikja og næsti leikur Íslands er strax á sunnudag í Armeníu.

„Það er svakalegt að það sé leikur úti í Armeníu strax á sunnudaginn. Það er staðan. við erum með breiðan og góðan hóp og tökumst á við það," sagði Hannes sem er klár í leikinn á sunnudag.

„Ég er ferskur. Það er engin svakaleg líkamleg þreyta hjá markmönnum eftir leiki en maður er stundum lemstraður á sálinni. Það tekur hálfan dag og síðan er það komið. Ég er ferskur."

Hannes bætti í gær met en hann varð leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa spilað svona marga leiki fyrir Íslands og ég er ánægður með það," sagði Hannes en hann tók metið af Birki Kristinssyni.

„Ég hefði getað lifað með því að deila þessu meti með Birki. Ég var sáttur við það en ég er líka sáttur við að taka fram úr honum. Það var alltaf markmið að taka fram úr kallinum og ég er ánægður með að það hafi tekist,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner