Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 26. mars 2021 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Hannes: Var alltaf markmið að taka fram úr kallinum
Icelandair
Hannes fyrir leikinn í gær.
Hannes fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta fór hrikalega af stað," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2-0 eftir einungis sjö mínútur.

„Þeir eru góðir. Við sýndum allavega karakter að ná áttum í þessum hrikalega erfiðu aðstæðum og skrúfa fyrir lekann. Við áttum fínustu upphlaup, sérstaklega í síðari hálfleik. Við getum fundið ljósa punkta í þessu."

Stutt er á milli leikja og næsti leikur Íslands er strax á sunnudag í Armeníu.

„Það er svakalegt að það sé leikur úti í Armeníu strax á sunnudaginn. Það er staðan. við erum með breiðan og góðan hóp og tökumst á við það," sagði Hannes sem er klár í leikinn á sunnudag.

„Ég er ferskur. Það er engin svakaleg líkamleg þreyta hjá markmönnum eftir leiki en maður er stundum lemstraður á sálinni. Það tekur hálfan dag og síðan er það komið. Ég er ferskur."

Hannes bætti í gær met en hann varð leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa spilað svona marga leiki fyrir Íslands og ég er ánægður með það," sagði Hannes en hann tók metið af Birki Kristinssyni.

„Ég hefði getað lifað með því að deila þessu meti með Birki. Ég var sáttur við það en ég er líka sáttur við að taka fram úr honum. Það var alltaf markmið að taka fram úr kallinum og ég er ánægður með að það hafi tekist,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir