Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 26. mars 2021 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Hannes: Var alltaf markmið að taka fram úr kallinum
Icelandair
Hannes fyrir leikinn í gær.
Hannes fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta fór hrikalega af stað," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2-0 eftir einungis sjö mínútur.

„Þeir eru góðir. Við sýndum allavega karakter að ná áttum í þessum hrikalega erfiðu aðstæðum og skrúfa fyrir lekann. Við áttum fínustu upphlaup, sérstaklega í síðari hálfleik. Við getum fundið ljósa punkta í þessu."

Stutt er á milli leikja og næsti leikur Íslands er strax á sunnudag í Armeníu.

„Það er svakalegt að það sé leikur úti í Armeníu strax á sunnudaginn. Það er staðan. við erum með breiðan og góðan hóp og tökumst á við það," sagði Hannes sem er klár í leikinn á sunnudag.

„Ég er ferskur. Það er engin svakaleg líkamleg þreyta hjá markmönnum eftir leiki en maður er stundum lemstraður á sálinni. Það tekur hálfan dag og síðan er það komið. Ég er ferskur."

Hannes bætti í gær met en hann varð leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa spilað svona marga leiki fyrir Íslands og ég er ánægður með það," sagði Hannes en hann tók metið af Birki Kristinssyni.

„Ég hefði getað lifað með því að deila þessu meti með Birki. Ég var sáttur við það en ég er líka sáttur við að taka fram úr honum. Það var alltaf markmið að taka fram úr kallinum og ég er ánægður með að það hafi tekist,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner