Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 26. mars 2021 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Hannes: Var alltaf markmið að taka fram úr kallinum
Icelandair
Hannes fyrir leikinn í gær.
Hannes fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta fór hrikalega af stað," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2-0 eftir einungis sjö mínútur.

„Þeir eru góðir. Við sýndum allavega karakter að ná áttum í þessum hrikalega erfiðu aðstæðum og skrúfa fyrir lekann. Við áttum fínustu upphlaup, sérstaklega í síðari hálfleik. Við getum fundið ljósa punkta í þessu."

Stutt er á milli leikja og næsti leikur Íslands er strax á sunnudag í Armeníu.

„Það er svakalegt að það sé leikur úti í Armeníu strax á sunnudaginn. Það er staðan. við erum með breiðan og góðan hóp og tökumst á við það," sagði Hannes sem er klár í leikinn á sunnudag.

„Ég er ferskur. Það er engin svakaleg líkamleg þreyta hjá markmönnum eftir leiki en maður er stundum lemstraður á sálinni. Það tekur hálfan dag og síðan er það komið. Ég er ferskur."

Hannes bætti í gær met en hann varð leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa spilað svona marga leiki fyrir Íslands og ég er ánægður með það," sagði Hannes en hann tók metið af Birki Kristinssyni.

„Ég hefði getað lifað með því að deila þessu meti með Birki. Ég var sáttur við það en ég er líka sáttur við að taka fram úr honum. Það var alltaf markmið að taka fram úr kallinum og ég er ánægður með að það hafi tekist,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner