Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 26. mars 2023 19:32
Hafliði Breiðfjörð
Vaduz
Guðlaugur Victor: Þetta var barnalegt
Icelandair
Gulli fagnar með Aroni Einari fyrirliða sem skoraði þrennu í kvöld.
Gulli fagnar með Aroni Einari fyrirliða sem skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og skora sjö og ekkert sjálfgefið heldur eftir síðasta leik. Það er frábært að við höfum spilað eins og við gerðum og klárað þetta vel," sagði Guðlaugur Victor Pálsson varnarmaður Íslands eftir 0-7 sigur á Leichtenstein ytra í undankeppni EM í kvöld.


Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

Það var vel ljóst á honum að 0-3 tap gegn Bosníu/Herzegóvínu í vikunni sat í honum.

„Við þurfum að læra af þessum Bosníuleik. Ég er rosalega ánægður hvernig við svöruðum í dag en við vitum alveg að Liechtenstein er ekki gott lið. Það er samt ekki sjálfsagt og sjálfgefið að koma hingað og klára þetta. Við vitum alveg að ef við hefðum ekki unnið í dag þá hefði orðið allt ennþá meira vitlaust," sagði hann.

„Bosníuleikurinn situr mjög mikið í mér, ég var hundfúll og við vorum það allir. Það var barnalegt hvernig við spiluðum, barnalegt hvernig við komum út í þann leik og vörðumst og vorum sem lið. Það er ekkert í boði! Ef þú vilt komast á stórmót er það ekki í boði og mig langar að komast á stórmót. Mig langar að gera þetta almennilega og við viljum það allir."


Athugasemdir
banner