Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. maí 2023 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sér ekki fyrir að Lampard fái annað stjórastarf
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: EPA
Það hefur svo sannarlega gengið ömurlega hjá Chelsea eftir að Frank Lampard tók aftur við liðinu í apríl síðastliðnum.

Lampard hafði verið án starfs síðan í janúar er hann var látinn fara frá Everton.

Englendingurinn vann þrettán titla hjá Chelsea á þrettán árum sínum hjá félaginu sem leikmaður, en hann hefur ekki náð að gera góða hluti sem stjóri liðsins.

Hann var fyrst rekinn frá Chelsea árið 2021 og tók hann svo aftur við liðinu í apríl og var ráðinn út tímabilið.

Eftir að hann tók við liðinu aftur þá hefur Chelsea tapað átta af tíu leikjum sínum, en liðið tapaði 4-1 gegn Manchester United í gær.

„Ég sé ekki fyrir mér að hann fái annað starf sem knattspyrnustjóri. Þetta er hræðilegt," sagði Darren Bent, sem lék lengi vel sem sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, á Talksport í dag. Lampard þarf líklega að taka stórt skref aftur á bak allavega eftir þessa leiktíð.

Lampard stýrði Everton fyrr á þessari leiktíð og yfir allt tímabilið er hann með 14 prósent sigurhlutfall í ensku úrvalsdeildinni. Hann er rétt á undan Nathan Jones, sem stýrði Southampton í þrjá mánuði. Jones var með 13 prósent sigurhlutfall.

Eftir að fyrrum enski landsliðsmaðurinn tók aftur við Chelsea þá er liðið versta sóknarliðið og er í fallsæti þegar kemur að árangri - eftir að hann tók við.

Chelsea er sem stendur í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta hefur verið hörmulegt tímabil hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner