Hinn nítján ára gamli Tommy Watson var hetja Sunderland í úrslitaleik umspilsins í dag. Hann skoraði sigurmarkið á Wembley gegn Sheffield United á fimmtu mínútu uppbótartíma og tryggði liðinu upp í úrvalsdeildina.
Sjálfur var Watson reyndar þegar kominn upp í ensku úrvalsdeildina en hann samdi við Brighton and Hove Albion í síðasta mánuði og gengur í raðir félagsins í sumar.
Sjálfur var Watson reyndar þegar kominn upp í ensku úrvalsdeildina en hann samdi við Brighton and Hove Albion í síðasta mánuði og gengur í raðir félagsins í sumar.
Stuðningsmenn Sunderland bauluðu á Watson í fyrsta heimaleiknum eftir að tilkynnt var um samning hans við Brighton. Í dag setti hann svo á sig skikkju og varð hetjan.
Í sínum síðasta leik fyrir Sunderland kom Watson inn sem varamaður á 73. mínútu og skoraði sitt þriðja og mikilvægasta mark fyrir félagið.
„Það var ekkert truflandi fyrir leikmannahópinn að vera með Watson þrátt fyrir að hann sé á förum. Það var alveg ljóst í okkar huga að hann er enn leikmaður Sunderland," segir Regis Le Bris, stjóri Sunderland.
Watson viðurkennir að síðustu vikur tímabilsins hafi verið erfiðar en hann upplifði á endanum augnablik sem hann gleymir aldrei.
„Mig dreymdi þessa stund. Þetta er besti dagur lífs míns. Ég er svo ánægður með að ljúka þessu á svona jákvæðan hátt. Þetta risastóra félag er komið aftur þangað sem það á heima. Þetta hefur verið erfitt fyrir mig persónulega en ég hef lært svo mikið," segir Watson sem kemur upp úr hinni frægu akademíu Sunderland.
HERO. pic.twitter.com/T7JuAgkMFG
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) May 24, 2025
Athugasemdir