Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola pirraður á spurningum um Grealish - „Ég barðist fyrir því að fá hann"
Mynd: EPA
Jack Grealish hefur verið orðaður í burtu frá Manchester City að undanförnu og það vöknuðu upp spurningar þegar hann var ekki í hópnum í lokaumferðinni gegn Fulham í gær.

Pep Guardiola fékk margar spurningar um Grealish eftir leikinn.

„Hver sagði að ég væri ekki ánægður með hann? Hver? Sagði ég það? Af hverju spyrðu mig ekki til dæmis út í McAtee. Þetta er ekki persónulegt, það eru engin vandamál milli mín og leikmanna," sagði Guardiola.

„Ég barðist fyrir því að fá hann og að hann yrði áfram á þessu tímabili og næsta. Hvað gerist í framtíðinni er í höndum Txiki (Begiristain), Hugo (Viana) og umboðsmanna."
Athugasemdir