Jack Grealish hefur verið orðaður í burtu frá Manchester City að undanförnu og það vöknuðu upp spurningar þegar hann var ekki í hópnum í lokaumferðinni gegn Fulham í gær.
Pep Guardiola fékk margar spurningar um Grealish eftir leikinn.
Pep Guardiola fékk margar spurningar um Grealish eftir leikinn.
„Hver sagði að ég væri ekki ánægður með hann? Hver? Sagði ég það? Af hverju spyrðu mig ekki til dæmis út í McAtee. Þetta er ekki persónulegt, það eru engin vandamál milli mín og leikmanna," sagði Guardiola.
„Ég barðist fyrir því að fá hann og að hann yrði áfram á þessu tímabili og næsta. Hvað gerist í framtíðinni er í höndum Txiki (Begiristain), Hugo (Viana) og umboðsmanna."
Athugasemdir