Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   lau 24. maí 2025 19:43
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Hrannar er naut að burðum!
Ekki í fyrsta sinn sem að Hallgrímur Mar er hetja KA manna. Líklega ekki það síðasta heldur.
Ekki í fyrsta sinn sem að Hallgrímur Mar er hetja KA manna. Líklega ekki það síðasta heldur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mikilvægast í þessu er að við höldum hreinu og erum að berjast fyrir hvorn annan, þetta er á réttri leið. Afturelding eru með mjög vel spilandi lið og erfitt að verjast gegn þeim, sérstaklega á svona blautu grasi, en við gerðum þetta mjög vel og hefðum svosem getað skorað fleiri en eitt mark en eitt dugði fyrst við höldum hreinu,'' sagði hetja KA manna, Hallgrímur Mar Steingrímsson eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Eftir slæmt bikartap gegn Fram var farið í grunngildin og sagði Hallgrímur að hljóðið í mönnum hefði verið þungt í kjölfar tapsins.

„Það var högg. Það var mjög þungt inni í klefa eftir Fram leikinn, þannig að menn greinilega hafa bara litið í eigin barm og ákveðið að stíga upp. Allir búnir að vera að stíga upp síðan þá og erum að berjast fyrir hvern annan og við sóknarmennirnir erum að hlaupa aðeins meira, þannig að það skilar auðvitað og við höldum hreinu.''

Undirritaður sagði síðan að þrátt fyrir að það hefði kannski ekki allt gengið upp sem að Hallgrímur hefði reynt inná vellinum í dag, að þá hefði hann verið klár þegar að augnablikið sýndi sig. Hallgrímur var klár með kvittanir!

„Ég átti að leggja upp þrjú mörk, þannig að ég var með ágætis sendingar sko! En heppnin var með mér, ég skoraði ágætis mark. Ég var bara ákveðinn í að hætta ekki að reyna. Einhverntímann fer þetta að koma,'' sagði Hallgrímur.

Hrannar bróðir Hallgríms gerði virkilega vel í að halda boltanum í leik þegar Hallgrímur skoraði draumamarkið og hann fékk hrósið sem að hann átti skilið frá brósa.

„Hann er náttúrulega naut að burðum - hálfgerður naggur! En já, bara frábær leikmaður og gaman að spila með honum.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner