Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 09:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag tekur við Leverkusen (Staðfest)
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Hollendingurinn Erik ten Hag hefur verið ráðinn stjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Félagið staðfesti þetta núna í morgunsárið en Ten Hag skrifar undir samning til sumarsins 2027.

Ten Hag tekur við Leverkusen af Xabi Alonso sem er farinn til Real Madrid. Alonso gerði magnaða hluti með Leverkusen en undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari í fyrra.

Þetta er fyrsta starf Ten Hag frá því hann var rekinn frá Manchester United í fyrra.

Ten Hag vann deildabikarinn og FA-bikarinn með Man Utd en undir lokin var allur botn farinn úr þessu hjá honum. Núna fær hann tækifæri til að hefja nýjan kafla hjá Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner