Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 09:45
Arnar Daði Arnarsson
Álitsgjafar svara - Hvað hefur komið mest á óvart í Pepsi Max?
Tómas Þór Þórðarson er einn af álitsgjöfunum.
Tómas Þór Þórðarson er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn hafa komið á óvart í sumar.
Valsmenn hafa komið á óvart í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og FH hafa komið á óvart.
KR og FH hafa komið á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bjarki Steinn er einn af ungum leikmönnunum í Pepsi Max-deildinni.
Bjarki Steinn er einn af ungum leikmönnunum í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild karla fer að verða hálfnuð og línur farnar að skýrast þá sérstaklega í toppbaráttunni.

KR er á toppi deildarinnar merð 23 stig eftir tíu leiki og Breiðablik er eini stigi á eftir. Næst kemur ÍA með 16 stig eftir níu leiki.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að svara þeirri spurningu hvað hafi komið þeim mest á óvart í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Arnar Grétarsson, fyrrum leikmaður og þjálfari:

Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað spilamennska Vals hefur verið langt frá hvernig liðið var að spila í fyrra. Hvaða ástæður liggja af baki er ég ekki viss um en það mætti veltu þessu fyrir sér.

i) Í byrjun móts voru þeir að spila með þrjá nýja framherja þ.e. Kaj Leo, Gary og Emil Lyng og einnig með nýjan miðjumann L. Petry og má vera að þeir hafi ekki verið búnir að samstilla liðið fyrir mótið, einnig er Gary M. mjög ólíkur Patrick Pedersen, Gary vill fá boltann í svæði meðan Patrick er mjög góður í að linka upp við miðju- og vængmenn.

ii) Einnig í fyrstu leikjum voru þeir ekki að spila með útsjónasama 10, Kristinn Freyr meiddur og Guðjón Pétur farinn.

iii) Eiður Aron var ekki kominn í sitt besta form í byrjun móts og það sást vel en hefur verið að nálgast sitt fyrra form undanfarið.

iv) Með slæmum úrslitum koma oft á tíðum upp alls konar vandamál sem þjálfarar og forráðamenn þurfa að kljást við en væru í raun ekki vandamál ef allt gengi vel, vandamálið sem upp kom með Gary M. og núna síðast með Hannes Halldórsson. Vinna þjálfara verður erfiðari fyrir vikið.

v) Það sem oft vill gerast líka þegar illa gengur þá fer sjálfstraust leikmanna og menn fara meira að einblína á það sem liðið er að gera illa heldur en það sem liðið er að gera vel, við það aukast líkurnar að leikmenn haldi áfram að gera sömu mistökin.

Tómas Þór Þórðarsson, Innkastið:

Eftir nokkra umræðu undanfarin ár um fá tækifæri ungra leikmanna hefur komið gríðarlega skemmtilega á óvart hvað margir ungir leikmenn eru ekki bara að spila heldur að gera alöru hluti í deildinni.

Öll lið í deildinni nema eitt eru með að minnsta kosti einn leikmann fæddan 1999 eða síðar sem er í lykilhlutverki og fimm lið í deildinni eru með að minnsta kosti tvo slíka í byrjunarliði.

Þeir leikmenn sem hafa vakið hvað mest umtal hjá efstu þremur liðunum (Finnur Tómas hjá KR, Kolbeinn Þórðar hjá Breiðabliki og Bjarki Steinn hjá ÍA) eru allir fæddir 2000 eða síðar.

Bara í síðustu umferð skoruðu fjórir leikmenn fæddir 2000 eða síðar og eitt 1999 módel. Þetta er ekki bara gleðiefni fyrir deildina almennt og íslenskan fótbolta heldur getur mögulega dregið að yngri áhorfendur. Það hefur gengið vel að fá fólk á völlinn en líka þarf að huga að því að passa upp á að endurnýja áhorfendahópinn í deildinni reglulega.

Hjörvar Ólafsson, Fréttablaðið:

Það sem hefur komið mest á óvart er hversu illa hefur gengið hjá Val og FH.

Valur blés í herlúðra í vetur og fékk til sín sterka leikmenn sem áttu að sjá til þess að gott gengi liðsins héldi áfram. Meiðsli og vonbrigði með mörg af vetrarkaupunum hafa hins vegar sett strik í reikninginn.

Ég hélt svo að Ólafur Helgi Kristjánsson væri búinn að berja í brestina frá síðasta sumri og búa til lið sem myndi gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Þar hafa meiðsli Steven Lennon og Davíðs Þórs Viðarssonar og flöt spilamennska þeirra sem eiga að draga vagninn í sóknarleiknum eins og Brands Olsen, Jónatans Inga Jónssonar og Jákups Thomsen orðið til þess að Íslandsmeistaratitilllin er fjarlægur möguleiki.

Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn í Dr. Football:

Ömurlegt gengi Vals eftir mestu eyðslu Íslandssögunnar. Eins hefur komið á óvart að FH liðið virðist bara vera á afturleið.

Gæðin í spilamennsku Víkinga hafa komið skemmtilega á óvart þó stigin mættu vera fleiri. Það er gaman að sjá unga leikmenn stíga upp í þessari erfiðu deild í stað þess að æfa með unglinga eða varaliðum hjá erlendum liðum.

Eins bjóst ég ekki við því að titilbaráttan væri aðeins milli Blika og KR-inga eftir aðeins níu umferðir. En þau eru búin að vera lang stöðugust og virka í mun betra formi en önnur lið.
Athugasemdir
banner
banner