Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 26. júlí 2018 22:11
Ísak Máni Wíum
Gunni Borgþórs: Ég hjálpa að leita að einhverjum betri manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að segja eitthvað hvað gerist. Við bara klúðrum þessum leik. Við erum með unnin leik í höndunum og gerðum það sem átti að gera þangsað til það var orðið erfitt þá þorum við ekki að klára þetta."

Sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir ótrúlegt tap fyrir ÍR 3-2

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  2 Selfoss

Við erum ekki menn til að klára svona leiki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist og oftast eru það reynslumeiri leikmennirnir sem bara choke-a."

Selfoss eru eftir leikina í kvöld í fallsæti og hafa einungis náð í 4 stig af síðustu 24. Gunnar kveðst orðinn valtur í sessi.

Ekki spurning, við erum með ótrúlega flott félag og við erum engan veginn sáttir með þetta. Það fyrsta sem ég geri eftir þennan leik er að taka upp símann og hringja í stjórnina og segja að við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum að sækja þessa leikmenn til að styrkja liðið, þurfum við að fá einvhern annan til að stýra þessu? Þetta snýst um félagið ekki bara einhvern einn kall."

Hrvoje Tokic kom til liðsins í glugganum og á Gunni von á fleiri styrkingum.

Við erum að vinna hörðum höndum við að ná okkur í tvo leikmenn bæði innanlands og erlendis."

Að lokum var Gunni spurður að því hvort hann yrði þjálfari Selfoss í næsta leik.

Já ég held það, ef að við finnum eitthvað betra þá verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari í næsta leik. Ég fer í að hjálpa að leita að einhverjum betri manni ekki spurning."

Sagði Gunni að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner