Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   sun 26. júlí 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kroos: Bale bjóst við að skipta um félag
Toni Kroos, þrítugur miðjumaður Real Madrid, er ekki ánægður með ástandið sem ríkir á milli Real Madrid og Gareth Bale.

Real var næstum búið að losa sig við Bale í fyrra eftir margar tilraunir þar sem lið í kínverska boltanum var reiðubúið að fjárfesta í kantmanninum öfluga.

Bale var tilbúinn til að færa sig yfir til Kína en þá meiddist Marco Asensio alvarlega og gat stjórn Real því ekki leyft velska landsliðsmanninum að fara.

„Það er ekkert leyndarmál að þetta ástand er ekki gott fyrir neinn innan félagsins. Hann (Gareth Bale) bjóst við að skipta um félag síðasta sumar," sagði Kroos.

„Félagið ætlaði að leyfa honum að fara en hætti svo við. Ég veit ekki hvort hann sé enn reiður útaf því. Þetta er erfitt viðfangsefni."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner