Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 26. júlí 2021 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fær svona 2-3 vikur til að koma sér í leikform og svo er það bara game on"
Raggi Sig á landsliðsæfingu í mars.
Raggi Sig á landsliðsæfingu í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson er mættur til landsins og æfði með Fylki í gær. Hann samdi við uppeldisfélagið í síðustu viku en er ekki í leikmannahópnum gegn KR í kvöld.

Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, var spurður út í heimkomu Ragnars í viðtali fyrir leikinn gegn KR sem er nýhafinn.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

„Það er meiriháttar, frábær leikmaður náttúrulega og á eftir að styrkja okkur gríðarlega. Hann fær svona 2-3 vikur til að koma sér í leikform og svo er það bara game on," sagði Atli við Stöð 2 Sport.

„Ég er ekkert búinn að vera æfa fótbolta í tvo eða þrjá mánuði þannig ég get ekki haldið því fram að ég sé í leikformi akkúrat núna. Ég er búinn að halda mér ágætlega við, búinn að vera hlaupa mikið í Köben og búinn að vera í ræktinni. Ég er ekki í besta formi lífsins akkúrat núna en það er mjög fljótt að koma. Ég hugsa að þegar ágúst gengur í garð þá ætti ég að vera orðinn nokkuð klár,” sagði Ragnar við Fótbolta.net í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner