Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júlí 2021 18:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænsk og ítölsk félög hafa áhuga á Shaqiri
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool hefur farið fram á að vera seldur.

„Ég tjáði stjórn Liverpool að ég teldi að ég þyrfti nýja áskorun. Hún tók vel í þessa ákvörðun mína og er tilbúin að hlusta á tilboð í mig. Liverpool ætlar ekki að koma í veg fyrir að ég fari annað í sumar," sagði Shaqiri í viðtali en hann er í leit að meiri spiltíma.

Spænsku félögin Sevilla og Villarreal hafa sýnt Shaqiri áhuga og það haf einnig Lazio og Napoli á Ítalíu.

Shaqiri er samningsbundinn út komandi tímabil en Liverpool getur framlengt samninginn um eitt ár til viðbótar.

„Ég myndi elska að snúa aftur til Ítalíu og ég væri til í að spila fyrir Lazio," sagði Shaqiri sem lék með Inter árið 2015 áður en hann gekk í raðir Stoke. Frá Stoke fór hann svo til Liverpool árið 2018. Svisslendingurinn hefur einnig leikið með Bayern Munchen og Basel á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner