banner
   mán 26. ágúst 2019 10:17
Magnús Már Einarsson
Bolton líklega á leið í gjaldþrot
Allt í bulli hjá Bolton.
Allt í bulli hjá Bolton.
Mynd: Getty Images
Enska félagið Bolton gæti orðið gjaldþrota í vikunni eftir að eigendaskipti gengu ekki í gegn um helgina.

Enska deildarkeppnin hefur gefið Bolton tíma til klukkan 17:00 á morgun til að ganga frá sölu á félaginu. Ef lausn finnst ekki þá á Bolton á hættu að vera tekið til gjaldþrotaskipta og rekið úr deildarkeppninni.

Bolton hefur spilað ungum leikmönnum í fyrstu umferðunum í ensku C-deildinni en vegna fjárhagsvandræða byrjaði félagið með tólf stig í mínus.

Bolton hefur náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum sínum og er því með ellefu stig í mínus í dag.

Íslenskir leikmenn hafa leikið með Bolton í gegnum tíðina og má þar nefna Guðna Bergsson, Arnar Gunnlaugsson og Eið Smára Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner