Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donni ráðinn þjálfari karla og kvennaliðs Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson betur þekktur sem Donni skrifaði undir þriggja ára samning við Tindastól um að taka við meistaraflokki karla og kvenna ásamt því að vera yfirmaður knattspyrnumála. Þetta kemur fram á Feyki í dag.

Kvennaliðið féll úr Pepsi Max-deildinni og leikur því í næst efstu deild á næstu leiktíð. Karla liðið mun leika í 4. deild á næstu leiktíð þar sem liðið féll úr þeirri þriðju í ár.

Donni þjálfaði Tindastól á árunum 2011-2013. Hann þjálfaði síðan Þór í tvö ár áður en hann fór til kvennaliðs Þór/KA þar sem hann gerði liðið m.a. að Íslandsmeisturum sumarið 2017.

Hann hefur verið eftirsóttur undanfarið en hann vildi taka við Tindastóli þar sem hann vildi fara heim og fékk góða vinnu sem kennari í grunnskólanum.

Donni hlakkar til að byggja upp bæði liðin en hann segir að markmiðið sé að koma þeim báðum upp.

Smelltu hér til að lesa fréttina á Feyki.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner