Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. október 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Bannaði Svövu að fara til Englands - „Vil ekki pæla í þessu lengur"
Icelandair
Svava Rós kom inn á gegn Tékklandi og skoraði.
Svava Rós kom inn á gegn Tékklandi og skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu
Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir er ekki í góðri stöðu hjá franska félaginu Bordeaux. Eftir að nýr þjálfari tók við hefur Svava lítið sem ekkert fengið að spila og það er ekki vegna þess að Bordeaux gengur svo vel.

Liðið endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð en er í 7. sæti deildarinnar sem stendur. Svava sem verður 26 ára í nóvember gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári.

Sjá einnig:
Þjálfari Bordeaux vill ekki hafa Svövu - „Nei, engin ástæða"

„Ég hef talað við hann og það er ekkert sem ég get gert til að breyta hans skoðun," sagði Svava í Teams-viðtali á sunnudag.

Vísir birti grein í morgun þar sem nánar var rætt við Svövu um stöðu hennar. Svava hefur ekki verið í leikmannahópi Bordeaux að undanförnu.

„Það er alltaf ný og ný ástæða. Til að byrja með þá sagði hann að ég þyrfti að vera búin að vera að spila. Ég er alltaf búin að vera að spila með B-liðinu og skora þar 4-5 mörk í hverjum leik, en það skiptir engu máli fyrir hann," sagði Svava.

Svava segist hafa talað við umboðsmann sinn og fundu þau lið í ensku úrvalsdeildinni sem hún gat farið á láni til fyrir lok félagaskiptagluggans í haust.

„Ég fór svo á fund með þjálfaranum, um fjórum dögum áður en félagaskiptaglugginn lokaðist, en þá sagði hann bara að ég mætti ekkert fara. Ég var auðvitað ekki sátt en gat svo sem ekkert gert í þessu þar sem ég er samningsbundin," sagði Svava.

Hún spilaði gegn Wolfsburg í forkeppni Meistaradeildarinnar en hefur einungis spilað einn leik í frönsku deildinni. „Það auðvitað meikar ekki sens að ég geti mætt Wolfsburg en sé svo ekki í hóp í leik í frönsku deildinni.“

Svava ætlar sér að komast frá franska félaginu í janúar. „Ég ætla að reyna eins og ég get að komast frá félaginu í janúar en það væri alveg dæmigert ef ég fengi ekki leyfi til þess. Ég er eiginlega komin á þann stað að ég vil ekki pæla í þessu lengur. Það virðist ekki vera neitt sem ég get gert til að breyta þessu," sagði Svava við Vísi.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner