Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2022 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Argentínu og Mexíkó: Martínez og Mac Allister byrjar
Mynd: Getty Images

Byrjunarlið Mexíkó og Argentínu eru komin í hús. Argentína tapaði mjög óvænt gegn Saudí Arabíu í fyrstu umferð og Mexíkó gerði jafntefli gegn Póllandi.


Það eru þrjár breytingar á liði Mexíkó en Jorge Sanchez, Edson Alvarez og Henry Martin fá sér sæti á bekknum. Nestor Araujo, Kevin Alvarez og Andres Guardado koma inn í þeirra stað. Guardado tekur við fyrirliðabandinu.

Eðlilega var mikil óánægja með frammistöðu Argentínu og eru því fimm breytingar á liðinu, þar á meðal þrjár í öftustu línu. LIsandro Martínez kemur meðal annars inn og er við hlið gamla mannsins Nicolas Otamendi.

Þá kemur Alexis Mac Allister leikmaður Brighton inn í liðið.

Mexíkó: Ochoa, Montes, Araujo, Moreno, Kevin Alvarez, Herrera, Guardado, Chavez, Gallardo, Lozano, Vega.

Argentína: E Martinez, Montiel, Otamendi, Lisandro Martinez, Acuna, De Paul, Rodriguez, Di Maria, Messi, Mac Allister, Lautaro Martinez.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner