Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2022 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Get ekki tekið því alvarlega þegar fólk segir að Ronaldo sé betri"
Mynd: Getty Images

Lionel Messi var allt í öllu í 2-0 sigri Argentínu gegn Mexíkó í kvöld.


Þetta var fyrsti sigur liðsins á mótinu en liðið tapaði óvænt 2-1 gegn Sádí Arabíu í fyrstu umferð eins og allir vita. Messi skoraði mark Argentínu í þeim leik.

Cristiano Ronaldo og Messi hafa barist í mörg ár og eru taldir tveir af bestu leikmönnum sögunnar. Það má búast við því að þetta sé síðasta sórmót þeirra beggja.

Rætt var við Aron Jóhannsson, sem lék með Bandaríkjunum á HM 2014, í hlaðvarpi á dögunum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, sem ræddi við Aron, sagðist vilja sjá Messi lyfta þeim stóra í lokin á sínu síðasta móti. Aron tók undir það og bætti við:

„Það væri náttúrulega geðveikt. Ég er mikill Messi maður líka og ég get eiginlega ekki tekið því alvarlega þegar fólk segir að Ronaldo sé betri en Messi," sagði Aron en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

HM hringborðið - Fyrsti Íslendingurinn sem komst á stærsta sviðið
Athugasemdir
banner
banner
banner