Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2022 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Maður heldur svo mikið með svona goðsögnum"
Mynd: EPA

Lionel Messi átti góðann leik í 2-0 sigri Argentínu á Mexíkó í dag. Hann skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara.


Arnar Gunnlaugsson og Gunnar Birgisson töluðu vel um Messi eftir leikinn í HM stofunni á Rúv.

„Maður heldur svo mikið með svona goðsögnum. Það er ekki til blettur í manni sem vill eitthvað á hans eða Ronaldo hlut, að öðrum hvorum þeirra gangi illa svo annar verði ofan á. Fyrir mig sem knattspyrnuáhugamann, að sjá svona gæja, kominn á þennan aldur að tróna enn á toppnum og sjá svona augnablik gerast," sagði Gunnar.

„Þetta verða svo miklir íþróttamenn, alveg sama í hvaða íþrótt það er, þeir eru svo miklir vinir okkar. Jordan, Tiger Woods og Maradona þessir gaurar, maður heldur svo mikið með þeim, maður er nánast meðvirkur, þeir mega gera hvað sem er," sagði Arnar.

„Maður vonast til að þeir geri sitt besta, Argentína er ekki með besta liðið í keppninni en þú vonar það svo innilega að litli maðurinn fái að enda ferilinn sinn vel."

Útlitið er mun bjartara fyrir Argentínu eftir sigurinn í kvöld en liðið fór upp fyrir Sádí Arabíu í 2. sæti riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner