Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra byrjaði í tapi gegn meisturunum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina sem tapaði fyrir meistaraliði Roma, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í dag.

Alexandra var að byrja sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu, en hún var meidd fyrsta hluta mótsins.

Hún spilaði 85. mínútur gegn besta liði deildarinnar og gerði vel.

Alexandra ætti því að vera klár fyrir landsleikjaverkefnið sem framundan er hjá íslenska landsliðinu gegn Wales og Danmörku í Þjóðadeildinni.

Fiorentina er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig á meðan Roma er á toppnum með 27 stig.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Juventus sem vann Napoli, 3-1. Juventus er í öðru sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner