Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. janúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Arteta um Saka: Ekki algengt á hans aldri
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði Bukayo Saka eftir frammistöðu sína í sigrinum á Southampton í gær. Hinn nítján ára gamli Saka var maður leiksins.

Arsenal hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en Saka hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í þessum leikjum.

„Hann er mjög hógvær og sýnir mikla virðingu en á sama tíma er hann karakterinn sem vill fá boltann og taka ákvarðanir og það er ekki algengt á hans aldri," sagði Arteta.

„VIð þurfum þessa leiðtogahæfileika og hann er að ná þeim fram með réttu hugarfari og frammistöðu sinni."

„Hann er alltaf að æfa sig til að bæta sig í hlutum sem hann getur orðið betri í. Eitt af því er að skora eða leggja upp mörk. Hann er farinn að gera það mun oftar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner