Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 17:17
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Everton frábær staður til að starfa á
Grétar í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Grétar í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Steinke
Goodison Park, heimavöllur Everton.
Goodison Park, heimavöllur Everton.
Mynd: EPA
Grétar Rafn Steinsson segist hafa skilið í góðu við Everton þar sem hann stýrði leikmannakaupum og þróun leikmanna félagsins. Hann vann náið með yfirmanni fótboltamála hjá félaginu, Marcel Brands, sem lét af störfum í desember.

Það hefur verið mikil ólga bak við tjöldin hjá Everton og mikil fjölmiðlaumfjöllun en Grétar vildi ekkert fara út í það þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í dag. Hann fór aðeins fögrum orðum um félagið.

„Ég get ekki tjáð mig um hann (viðskilnaðinn við Everton) en þetta var fínn tími og ég var mjög ánægður með að taka þetta skref persónulega. Þrjú ár hjá Everton var frábær tími, frábær klúbbur. Þeir gáfu mér tækifæri og þetta mun hjálpa mér til framtíðar," segir Grétar.

„Ég kann mjög vel við klúbbinn og þetta er frábær staður til að starfa á."

Grétar var áður yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood Town en segir að það hafi verið rétta skrefið fyrir sig að taka við starfi hjá úrvalsdeildarfélagi.

Hann er nú í ráðgjafastarfi hjá KSÍ þar sem hann skrifaði undir sex mánaða samning. Er framtíðarmarkmið hans að starfa aftur í ensku úrvalsdeildinni?

„Sjáum til hvar, þetta snýst um að vinna með góðu fólki. Þar sem er góð áætlun, þar sem er gaman að vinna og verið að byggja eitthvað upp. Ég vil horfa til langs tíma en ekki bara til næsta laugardags," segir Grétar.

„Þetta snýst um að bæta við sig og læra. Ég mun læra heilmikið hérna hjá KSÍ. Vonandi get ég miðlað einhverju áfram á sama tíma og ég öðlast sjálfur reynslu."
Grétar Rafn: Margt í gangi í enska boltanum sem við getum nýtt okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner