Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   fim 27. janúar 2022 16:53
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn: Margt í gangi í enska boltanum sem við getum nýtt okkur
Icelandair
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Grétar Rafn Steinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sé fram á spennandi tíma," segir Grétar Rafn Steinsson. KSÍ var með fréttamannafund í dag en á fundinum var meðal annars kynning frá Grétari sem er tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar Rafn var fyrr í þessum mánuði ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi. Ráðningin er tímabundin til sex mánaða en Grétar útilokar ekki að vera lengur í starfi.

„Ef ég fer eftir sex mánuði er ég ekki farinn, ég verð KSÍ innan handar. Í augnablikinu ætlum við að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við höfum ákveðið að taka yfir næstu sex mánuði. Það eru stórir hlutir sem við erum að setja af stað." sagði Grétar í viðtali við Fótbolta.net.

Á fundinum kynnti Grétar Rafn sitt starf fyrir KSÍ nánar, en á meðal helstu verkefna hans eru þarfagreining og skimun (scouting), vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu, samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði á fundinum að þetta væri ákveðinn þáttur í fótboltanum sem þörf var á að bæta innan sambandsins.

Á fundinum fór Grétar stuttlega yfir starf sitt hjá Fleetwood og síðan með Everton en í vetur lét hann af störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Það er margt gott í gangi í íslenskum fótbolta og við þurfum að byggja til framtíðar. Það eru núna aðrar hliðar sem við erum að bæta í, koma með aðrar hugmyndir og hugsunarhátt til að fá betri umgjörð," segir Grétar.

„Það er margt að gerast í enska fótboltanum og um allan heim sem við getum nýtt okkur. Það eru ákveðin tæki og tól sem við getum nýtt okkur og einnig ákveðinn hugsunarháttur og skipulag."

„Þetta er starf sem er komið til að vera og hjálpar öllum innan sambandsins og á að hjálpa félögum á landinu líka. Við verðum að byrja smátt, byrja að auka umgjörðina innan KSÍ og svo teygja anga okkar út í félagsliðin. Þau sem vilja taka þátt geta gert það, við getum ekki stjórnað félagsliðunum en veitt þeim sem vilja hugmyndir og lausnir," segir Grétar Rafn.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner