Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 27. janúar 2023 08:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa tekur ekki við að þessu sinni - Everton í allt aðra átt
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa hefur verið í viðræðum um að taka við sem stjóri Everton síðustu daga en núna þykir það ljóst að hann muni ekki taka við starfinu.

Daily Mail greinir frá því að Bielsa sé búinn að hafna enska úrvalsdeildarfélaginu.

Bielsa varð líklegastur til að taka við starfinu eftir að Frank Lampard var rekinn fyrr í þessari viku. Lampard hafði stýrt liðinu til sigurs í einum leik af síðustu 14.

Bielsa lenti í London í gær til þess að halda áfram viðræðum við Everton en það er talið að hann sé ekki tilbúinn að taka við starfinu á þessum tímapunkti í ljósi þeirrar stöðu sem félagið er núna í. Everton er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í mikilli fallhættu.

Bielsa, sem stýrði síðast Leeds, er með sínar eigin leiðir og sínar hugmyndir þegar kemur að fótbolta og hann er víst á þeirri skoðun að það muni ekki virka vel ef hann tekur við liðinu núna á miðju tímabili. Hann telur sig þurfa undirbúningstímabil með hópnum.

Sean Dyche er núna líklegastur til að taka starfið að sér. Hann er sagður vilja fá langtímasamning ef hann á að taka við Everton. Hann stýrði síðast Burnley og gerði þar nokkuð fína hluti.

Það er ekki hægt að segja að Bielsa og Dyche séu mjög líkir þegar kemur að hugmyndum um fótbolta; Dyche er mjög varnarsinnaður - eða hefur allavega verið það - á meðan Bielsa spilar mikinn hápressufótbolta. Þeir gætu eiginlega ekki verið meira öðruvísi. En þetta hefur verið vandamálið með Everton með síðustu ár - félagið virðist vera algjörlega stefnulaust.
Athugasemdir
banner
banner
banner