fös 27. janúar 2023 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emelía æfir með Íslendingunum í Bayern München
Emelía hér með Amöndu Andradóttur en þær eru báðar á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Emelía hér með Amöndu Andradóttur en þær eru báðar á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Mynd: Kristianstad
Unglingalandsliðskonan Emelía Óskarsdóttir er þessa stundina að æfa með þýska stórveldinu Bayern München.

Frá þessu greinir umboðsmaður hennar, Magnús Agnar Magnússon, á Twitter.

Hin 16 ára Emelía Óskarsdóttir flutti til Svíþjóðar snemma á síðasta ári er hún gekk í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad. Emelía gerði þriggja ára samning við Kristianstad.

Emelía hefur leikið 18 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 10 mörk, en hún hefur spilað með U16, U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Emelía er uppalin hjá Gróttu en hún var að spila í Danmörku áður en hún fór til Kristianstad.

Bayern er mikið Íslendingalið þessa stundina en þar eru fyrir þrír íslenskir leikmenn; Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Það er óljóst hvort Emelía muni semja við félagið en hún fær núna gott tækifæri með því að æfa hjá félaginu.

Sjá einnig:
Emelía ætlar að verða ein sú besta í heiminum - „Sé ekki eftir þeirri ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner
banner