Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   lau 27. janúar 2024 15:17
Elvar Geir Magnússon
Ingi Sig líklegur til að blanda sér í formannsslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson, hans gamli félagi úr landsliðinu, eru þeir einu sem hafa staðfest framboð.

Framboðsfrestur rennur út 10. febrúar og samkvæmt heimildum Fótbolti.net er líklegt að Eyjamamaðurinn Ingi Sigurðsson blandi sér í slaginn og verði þriðji frambjóðandinn.

Ingi er fyrrum leikmaður og þjálfari ÍBV, var í stjórn KSÍ og var á sínum tíma bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Athugasemdir
banner