Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 27. febrúar 2020 21:19
Aksentije Milisic
„Dómarinn vildi skoða hvort Mignolet hefði geta varið skotið"
Deli fær rautt spjald.
Deli fær rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Dómarinn í leik Manchester United og Club Brugge, Serdar Gozubuyuk, fór að VAR skjánum á Old Trafford til þess að skoða hvort hann gerði rétt með því að reka Simon Deli, af velli er hann varði skot frá Daniel James.

Varnarmaðurinn Deli ákvað að skutla sér og verja skotið frá Daniel James glæsilega. Hann fékk fyrir vikið rautt spjald og United fékk víti sem Bruno Fernandes skoraði úr.

Dómarinn beið þó með að láta Bruno taka spyrnuna og fór hann að VAR skjánum til þess að skoða atvikið aftur.

VAR hefur tilkynnt það að ástæða þess að Gozubuyuk fór að skoða atvikið aftur var það að hann vildi skoða það hvort Simon Mignolet, markvörður gestanna, hefði geta varið skotið. Þá gæti hann gefið Deli gult spjald fyrir hendi.

Þar sem Deli var að ræna heimamenn að augljósu marktækifæri með því að nota höndina viljandi, þá gat Gozubuyuk lítið annað gert en að reka hann af velli.

SJá einnig:
Myndband: Leikmaður Brugge varði skottilraun og fékk rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner