Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist alltaf velja besta liðið - „Ég skil spurningarnar og vangavelturnar"
Bardghji og Orri Steinn ræða málin.
Bardghji og Orri Steinn ræða málin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Neestrup og Orri Steinn.
Neestrup og Orri Steinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri er afar efnilegur leikmaður.
Orri er afar efnilegur leikmaður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gamli FH-ingurinn Jacob Neestrup er ekki sá vinsælasti á meðal Íslendinga þessa stundina en Orri Steinn Óskarsson var utan hóps í gær þegar FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

Orri, sem er 19 ára gamall og einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga, hefur verið utan hóps í síðustu tveimur deildarleikjum og ekkert komið við sögu í þeim þremur keppnisleikjum sem FCK hefur spilað eftir áramót. Neestrup, sem stýrir FCK, hefur valið hinn meiðslahrjáða Andreas Cornelius í hópinn í stað Orra Steins.

En Orri er ekki eini ungi og efnilegi leikmaðurinn sem er ekki að fá marga sénsa hjá Neestrup um þessar mundir. Hinn 18 ára gamli Roony Bardghji er markahæsti leikmaður FCK í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur ekki spilað eina mínútu í keppnisleik eftir áramót, rétt eins og Orri.

FCK er með frábæran og stóran leikmannahóp, en Neestrup segist alltaf velja það sem hann telur vera besta liðið hverju sinni.

„Roony er frábær leikmaður en ég spila því liði sem ég tel best hverju sinni. Og það skiptir ekki máli hvað þú heitir. Ég skil spurningarnar og vangavelturnar en einfalda svarið er það að ég spila alltaf það sem ég tel vera besta liðið. Ég veit að Roony er ekki ánægður þegar hann spilar ekki," sagði Neestrup eftir leikinn í gær.

Það verður fróðlegt að sjá hvenær þessir efnilegu leikmenn munu snúa aftur í liðið hjá FCK.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner