Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. mars 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Besti miðvörður í heimi í augnablikinu"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur átt stórgott tímabil með þýska stórveldinu Bayern München.

Hún var maður leiksins þegar Bayern vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku og þá átti hún frábæran leik í sigri á Wolfsburg í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardag.

Glódís er að festa sig í sessi sem einn besti miðvörður í heimi en fréttakonan Alina Ruprecht gengur það langt að segja að Glódís sé allra besti miðvörður í heiminum.

„Besti miðvörður í heimi í augnablikinu," skrifaði Ruprecht á Twitter í gær.

Glódís er 27 ára gömul en hún gekk í raðir Bayern frá Rosengård í Svíþjóð sumarið 2021. Hún á þá að baki 110 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Glódís er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Bayern en hún er í liði helgarinnar hjá fjölmiðlinum 90min eftir stórleikinn gegn Wolfsburg. Bayern er eftir sigurinn með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokasprettinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner