„Nei, ég ætlaði ekki að gera það. Ég ætlaði náttúrulega fyrst og fremst að vinna leikinn,“ sagði vonsvikinn Sigurður Arnar þegar hann var spurður út í sjálfsmark sem hann skoraði í leik ÍBV og Fylkis í dag sem endaði með 0-3 sigri gestanna.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 3 Fylkir
„Ég hefði nú kannski getað skorað eitt þarna, fékk dauðafæri til þess en Ari komst í hann. Þetta var bara ekki nógu gott í dag.“ ÍBV spilaði á löngum köflum vel í fyrri hálfleik en náði ekki að skora og fékk svo á sig þrjú mörk. „Við náðum bara ekki að nýta góðu kaflana nógu vel fannst mér. Svo aftur á móti erum við að „söffera“ svo rosalega í þessum vondu köflum. Þeir eiga einhver fimm skot og skora á okkur þrjú mörk og þetta er alveg frekar pirrandi.“
Það leyndi sér ekki að Sigurður Arnar var gríðarlega svekktur með tapið. „Fyrir mér þá á ekkert annað lið að fagna hérna á Hásteinsvelli. Alveg saman hvort það er Fylkir, Valur, Sarpsborg, United, mér er skítsama. Við eigum að vinna alla leiki hérna!“
Viðtalið í heild má finna í spilaranum.
Athugasemdir






















