Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 27. apríl 2025 16:21
Arnar Daði Arnarsson
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
Kvenaboltinn
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir var að vonum kampa kát eftir 3-1 sigur liðsins á nýliðum FHL í 3.umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Arna átti frábæran leik í dag. Arna kom FH-liðinu á bragðið með marki í upphafi leiks og tvöfaldaði forystuna með skalla marki rétt fyrir hálfleik.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst spilamennskan vera góð heilt yfir. Við vorum góðar í fyrri hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru kannski ekki frábærar en heilt yfir var spilamennskan mjög góð," sagði Arna sem var sammála því að FH-liðið hafi byrjað seinni hálfleikinn verr heldur en gestirnir sem minnkuðu muninn í 2-1.

„Við komumst yfir það á einhverjum 15-20 mínútum. Það er eðlilegt að lið eigi slæma kafla í hverjum leik og við náðum að vinna okkur vel úr því."

FH-liðið er á toppi deildarinnar eins og staðan er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.

„Ég held að þetta sé á pari við það sem við ætluðum okkur. Þetta hafa verið tveir góðir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik."

En þetta fyrsta mark hennar í leiknum. Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem fylgdust með að þetta átti að vera fyrirgjöf eða hvað?

„Þau voru búin að segja við mig inn í klefa að ég ætti að ljúga því að ég ætlaði að skjóta en þetta átti auðvitað alltaf að vera sending en það er fínt að boltinn hafi endað þarna. Ég er með frekar lélega sjón þannig ég sá boltann ekki lenda inní markinu fyrr en stelpurnar fóru að fagna," sagði fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir sem bætti síðan við öðru marki undir blá lok fyrri hálfleiks.

„Ég hef alltaf verið fín í föstum leikatriðum. Ég náði ekki að skora í fyrra svo ég var búin að setja mér markmið að vera betri í því í ár," sagði Arna sem vildi bara leyfa framtíðinni að láta því ráðast hversu mörg mörk hún skori í sumar.
Athugasemdir
banner