Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 27. apríl 2025 16:21
Arnar Daði Arnarsson
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
Kvenaboltinn
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir var að vonum kampa kát eftir 3-1 sigur liðsins á nýliðum FHL í 3.umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Arna átti frábæran leik í dag. Arna kom FH-liðinu á bragðið með marki í upphafi leiks og tvöfaldaði forystuna með skalla marki rétt fyrir hálfleik.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst spilamennskan vera góð heilt yfir. Við vorum góðar í fyrri hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru kannski ekki frábærar en heilt yfir var spilamennskan mjög góð," sagði Arna sem var sammála því að FH-liðið hafi byrjað seinni hálfleikinn verr heldur en gestirnir sem minnkuðu muninn í 2-1.

„Við komumst yfir það á einhverjum 15-20 mínútum. Það er eðlilegt að lið eigi slæma kafla í hverjum leik og við náðum að vinna okkur vel úr því."

FH-liðið er á toppi deildarinnar eins og staðan er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.

„Ég held að þetta sé á pari við það sem við ætluðum okkur. Þetta hafa verið tveir góðir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik."

En þetta fyrsta mark hennar í leiknum. Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem fylgdust með að þetta átti að vera fyrirgjöf eða hvað?

„Þau voru búin að segja við mig inn í klefa að ég ætti að ljúga því að ég ætlaði að skjóta en þetta átti auðvitað alltaf að vera sending en það er fínt að boltinn hafi endað þarna. Ég er með frekar lélega sjón þannig ég sá boltann ekki lenda inní markinu fyrr en stelpurnar fóru að fagna," sagði fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir sem bætti síðan við öðru marki undir blá lok fyrri hálfleiks.

„Ég hef alltaf verið fín í föstum leikatriðum. Ég náði ekki að skora í fyrra svo ég var búin að setja mér markmið að vera betri í því í ár," sagði Arna sem vildi bara leyfa framtíðinni að láta því ráðast hversu mörg mörk hún skori í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner