Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 27. apríl 2025 16:21
Arnar Daði Arnarsson
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
Kvenaboltinn
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var hissa eftir fyrsta mark sitt í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir var að vonum kampa kát eftir 3-1 sigur liðsins á nýliðum FHL í 3.umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Arna átti frábæran leik í dag. Arna kom FH-liðinu á bragðið með marki í upphafi leiks og tvöfaldaði forystuna með skalla marki rétt fyrir hálfleik.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst spilamennskan vera góð heilt yfir. Við vorum góðar í fyrri hálfleik. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru kannski ekki frábærar en heilt yfir var spilamennskan mjög góð," sagði Arna sem var sammála því að FH-liðið hafi byrjað seinni hálfleikinn verr heldur en gestirnir sem minnkuðu muninn í 2-1.

„Við komumst yfir það á einhverjum 15-20 mínútum. Það er eðlilegt að lið eigi slæma kafla í hverjum leik og við náðum að vinna okkur vel úr því."

FH-liðið er á toppi deildarinnar eins og staðan er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.

„Ég held að þetta sé á pari við það sem við ætluðum okkur. Þetta hafa verið tveir góðir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik."

En þetta fyrsta mark hennar í leiknum. Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem fylgdust með að þetta átti að vera fyrirgjöf eða hvað?

„Þau voru búin að segja við mig inn í klefa að ég ætti að ljúga því að ég ætlaði að skjóta en þetta átti auðvitað alltaf að vera sending en það er fínt að boltinn hafi endað þarna. Ég er með frekar lélega sjón þannig ég sá boltann ekki lenda inní markinu fyrr en stelpurnar fóru að fagna," sagði fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir sem bætti síðan við öðru marki undir blá lok fyrri hálfleiks.

„Ég hef alltaf verið fín í föstum leikatriðum. Ég náði ekki að skora í fyrra svo ég var búin að setja mér markmið að vera betri í því í ár," sagði Arna sem vildi bara leyfa framtíðinni að láta því ráðast hversu mörg mörk hún skori í sumar.
Athugasemdir
banner