Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   lau 27. maí 2023 18:15
Brynjar Ingi Erluson
„Ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag“
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir að leikmenn liðsins verði að halda áfram og lukkan muni snúast þeim í hag á endanum, en liðið er enn án sigurs eftir fjóra leiki í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Grindavík

Vestri tapaði fyrir Grindavík, 2-0, á Ísafirði í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og svo annað úr víti undir lok leiksins.

Lærisveinar Davíðs eru með 2 stig eftir fjóra leiki en það þýðir ekkert að leggja árar í bát.

„Jú, bara sofnum á verðinum og vorum svosem búnir að ræða það fyrir leik að vanda okkur í 'crossunum' ef við færum í þá og þeir eru ofboðslega góðir að 'countera' og gerðu það gríðarlega vel. Við erum ekki nóg vel skipulagðir varnarlega í þessu mómenti en fannst mér vera það samt heilt yfir í leiknum og fannst við ráða vel við það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir fengu fá færi í leiknum en með þessi gæði þá nýta þeir færin sín og það er það sem situr eftir í manni eftir þennan leik.“

„Það er að halda áfram, Njarðvík á laugardaginn, æfing og áfram gakk, ekkert annað,“
sagði Davíð.

Það er of snemmt að fara í pælingar um að styrkja hópinn enda talsvert í að félagaskiptaglugginn opnar á ný.

„Það er svo langt í gluggann að maður ekkert að velta því fyrir sér. Við erum með hörkulið og getum klárlega gert betur og eins og við sýnum í leiknum í dag og sýnt í öllum öðrum leikjum að við fáum móment til að skora. Við fengum það vissulega í dag en það datt ekki með okkur. Við erum að gefa fullt af 'efforti' í leikina og menn eru fram á síðasta flaut að halda áfram og ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag og stundum þarf maður á henni að halda. Bæði lið fengu þrjú eða fjögur góð færi og þeir skora tvö mörk, reyndar annað úr víti, en bara hafa trú á þessu og lukkan snýst okkur í hag. Það er það sem ég tek út úr þessu,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner