Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 27. maí 2023 18:15
Brynjar Ingi Erluson
„Ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag“
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir að leikmenn liðsins verði að halda áfram og lukkan muni snúast þeim í hag á endanum, en liðið er enn án sigurs eftir fjóra leiki í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Grindavík

Vestri tapaði fyrir Grindavík, 2-0, á Ísafirði í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og svo annað úr víti undir lok leiksins.

Lærisveinar Davíðs eru með 2 stig eftir fjóra leiki en það þýðir ekkert að leggja árar í bát.

„Jú, bara sofnum á verðinum og vorum svosem búnir að ræða það fyrir leik að vanda okkur í 'crossunum' ef við færum í þá og þeir eru ofboðslega góðir að 'countera' og gerðu það gríðarlega vel. Við erum ekki nóg vel skipulagðir varnarlega í þessu mómenti en fannst mér vera það samt heilt yfir í leiknum og fannst við ráða vel við það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir fengu fá færi í leiknum en með þessi gæði þá nýta þeir færin sín og það er það sem situr eftir í manni eftir þennan leik.“

„Það er að halda áfram, Njarðvík á laugardaginn, æfing og áfram gakk, ekkert annað,“
sagði Davíð.

Það er of snemmt að fara í pælingar um að styrkja hópinn enda talsvert í að félagaskiptaglugginn opnar á ný.

„Það er svo langt í gluggann að maður ekkert að velta því fyrir sér. Við erum með hörkulið og getum klárlega gert betur og eins og við sýnum í leiknum í dag og sýnt í öllum öðrum leikjum að við fáum móment til að skora. Við fengum það vissulega í dag en það datt ekki með okkur. Við erum að gefa fullt af 'efforti' í leikina og menn eru fram á síðasta flaut að halda áfram og ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag og stundum þarf maður á henni að halda. Bæði lið fengu þrjú eða fjögur góð færi og þeir skora tvö mörk, reyndar annað úr víti, en bara hafa trú á þessu og lukkan snýst okkur í hag. Það er það sem ég tek út úr þessu,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner