Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 27. maí 2023 18:15
Brynjar Ingi Erluson
„Ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag“
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir að leikmenn liðsins verði að halda áfram og lukkan muni snúast þeim í hag á endanum, en liðið er enn án sigurs eftir fjóra leiki í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Grindavík

Vestri tapaði fyrir Grindavík, 2-0, á Ísafirði í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og svo annað úr víti undir lok leiksins.

Lærisveinar Davíðs eru með 2 stig eftir fjóra leiki en það þýðir ekkert að leggja árar í bát.

„Jú, bara sofnum á verðinum og vorum svosem búnir að ræða það fyrir leik að vanda okkur í 'crossunum' ef við færum í þá og þeir eru ofboðslega góðir að 'countera' og gerðu það gríðarlega vel. Við erum ekki nóg vel skipulagðir varnarlega í þessu mómenti en fannst mér vera það samt heilt yfir í leiknum og fannst við ráða vel við það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir fengu fá færi í leiknum en með þessi gæði þá nýta þeir færin sín og það er það sem situr eftir í manni eftir þennan leik.“

„Það er að halda áfram, Njarðvík á laugardaginn, æfing og áfram gakk, ekkert annað,“
sagði Davíð.

Það er of snemmt að fara í pælingar um að styrkja hópinn enda talsvert í að félagaskiptaglugginn opnar á ný.

„Það er svo langt í gluggann að maður ekkert að velta því fyrir sér. Við erum með hörkulið og getum klárlega gert betur og eins og við sýnum í leiknum í dag og sýnt í öllum öðrum leikjum að við fáum móment til að skora. Við fengum það vissulega í dag en það datt ekki með okkur. Við erum að gefa fullt af 'efforti' í leikina og menn eru fram á síðasta flaut að halda áfram og ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag og stundum þarf maður á henni að halda. Bæði lið fengu þrjú eða fjögur góð færi og þeir skora tvö mörk, reyndar annað úr víti, en bara hafa trú á þessu og lukkan snýst okkur í hag. Það er það sem ég tek út úr þessu,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner