Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 27. maí 2023 18:15
Brynjar Ingi Erluson
„Ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag“
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir að leikmenn liðsins verði að halda áfram og lukkan muni snúast þeim í hag á endanum, en liðið er enn án sigurs eftir fjóra leiki í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Grindavík

Vestri tapaði fyrir Grindavík, 2-0, á Ísafirði í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og svo annað úr víti undir lok leiksins.

Lærisveinar Davíðs eru með 2 stig eftir fjóra leiki en það þýðir ekkert að leggja árar í bát.

„Jú, bara sofnum á verðinum og vorum svosem búnir að ræða það fyrir leik að vanda okkur í 'crossunum' ef við færum í þá og þeir eru ofboðslega góðir að 'countera' og gerðu það gríðarlega vel. Við erum ekki nóg vel skipulagðir varnarlega í þessu mómenti en fannst mér vera það samt heilt yfir í leiknum og fannst við ráða vel við það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir fengu fá færi í leiknum en með þessi gæði þá nýta þeir færin sín og það er það sem situr eftir í manni eftir þennan leik.“

„Það er að halda áfram, Njarðvík á laugardaginn, æfing og áfram gakk, ekkert annað,“
sagði Davíð.

Það er of snemmt að fara í pælingar um að styrkja hópinn enda talsvert í að félagaskiptaglugginn opnar á ný.

„Það er svo langt í gluggann að maður ekkert að velta því fyrir sér. Við erum með hörkulið og getum klárlega gert betur og eins og við sýnum í leiknum í dag og sýnt í öllum öðrum leikjum að við fáum móment til að skora. Við fengum það vissulega í dag en það datt ekki með okkur. Við erum að gefa fullt af 'efforti' í leikina og menn eru fram á síðasta flaut að halda áfram og ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag og stundum þarf maður á henni að halda. Bæði lið fengu þrjú eða fjögur góð færi og þeir skora tvö mörk, reyndar annað úr víti, en bara hafa trú á þessu og lukkan snýst okkur í hag. Það er það sem ég tek út úr þessu,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner