Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   lau 27. maí 2023 18:15
Brynjar Ingi Erluson
„Ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag“
Lengjudeildin
watermark Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir að leikmenn liðsins verði að halda áfram og lukkan muni snúast þeim í hag á endanum, en liðið er enn án sigurs eftir fjóra leiki í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Grindavík

Vestri tapaði fyrir Grindavík, 2-0, á Ísafirði í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og svo annað úr víti undir lok leiksins.

Lærisveinar Davíðs eru með 2 stig eftir fjóra leiki en það þýðir ekkert að leggja árar í bát.

„Jú, bara sofnum á verðinum og vorum svosem búnir að ræða það fyrir leik að vanda okkur í 'crossunum' ef við færum í þá og þeir eru ofboðslega góðir að 'countera' og gerðu það gríðarlega vel. Við erum ekki nóg vel skipulagðir varnarlega í þessu mómenti en fannst mér vera það samt heilt yfir í leiknum og fannst við ráða vel við það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir fengu fá færi í leiknum en með þessi gæði þá nýta þeir færin sín og það er það sem situr eftir í manni eftir þennan leik.“

„Það er að halda áfram, Njarðvík á laugardaginn, æfing og áfram gakk, ekkert annað,“
sagði Davíð.

Það er of snemmt að fara í pælingar um að styrkja hópinn enda talsvert í að félagaskiptaglugginn opnar á ný.

„Það er svo langt í gluggann að maður ekkert að velta því fyrir sér. Við erum með hörkulið og getum klárlega gert betur og eins og við sýnum í leiknum í dag og sýnt í öllum öðrum leikjum að við fáum móment til að skora. Við fengum það vissulega í dag en það datt ekki með okkur. Við erum að gefa fullt af 'efforti' í leikina og menn eru fram á síðasta flaut að halda áfram og ef við gerum það þá snýst lukkan með okkur í hag og stundum þarf maður á henni að halda. Bæði lið fengu þrjú eða fjögur góð færi og þeir skora tvö mörk, reyndar annað úr víti, en bara hafa trú á þessu og lukkan snýst okkur í hag. Það er það sem ég tek út úr þessu,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner
banner
banner