Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   fös 27. júní 2025 22:26
Anton Freyr Jónsson
Jökull: Kristófer algjörlega á deginum sinum og kláraði allt
Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þettta er bara svekkjandi. Mér fannst þetta frekar jafn leikur og þeir reyndar byrjuðu að skapa þegar þeir gerðu þrefalda skiptingu og þeir komu sterkt inn hjá þeim og Kristófer algjörlega á deginum sinum og klárar allt og mér fannst skilja á milli þar." sagði Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar eftir tapið gegn Breiðablik á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var töluvert sterkari aðilinn fram að markinu hjá Stjörnunni sem kom eftir frábæra skyndisókn. Hvernig fannst þér fyrri hálfleikurinn?

„Hvorki fyrri hálfleikurinn né seinni hálfleikurinn er besti leikurinn sem við höfum spilað það er enginn að halda því fram. Þeir leystu pressuna okkar ágætlega og við vorum ekki að ná að halda henni þannig þeir gerðu vel þar en að sama skapi þá leið okkur bara vel."

„Þeir voru ekki að skapa betri færi en við hinumegin en við getum gert betur en við gerðum í dag það er alveg ljóst og á endanum áttu þeir skilið að vinna og við getum ekki haldið öðru fram."

Breiðablik skorar fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins. Hefðu Stjörnumenn geta komið í veg fyrir þessi mörk?

„Já klárlega, við hefðum geta gert það klárlega og svo eru líka mörk sem þeir klína boltanum í netið alveg út við stöng úr frekar löngu færi og bara vel gert hjá þeim. Við getum komið í veg fyrir öll mörk en bara hörkuleikur og þeir áttu skilið að vinna í dag."

Viðtalið við Jökul má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner