Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
   þri 27. júlí 2021 22:23
Anton Freyr Jónsson
Edda Garðars: Tel okkur eiga slatta inni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel að fara í nokkura daga frí með töfluna eins og hún er eftir þennan leik." voru fyrstu viðbrögð Eddu Garðarsdóttur eftir sigurleikinn gegn Keflavík í kvöld

Þróttur byrjaði leikinn gríðarlega sterkt og komst liðið yfir eftir 90 sekúndur. Var uppleggið að keyra strax á Keflvíkinga?

„Já það væri mjög skemmtilegt ef þetta hefði verið planað að skora eftir eina og hálfa en við vorum búin að leggja upp með að fara utan á þær og koma inn í teiginn"

Hvernig fannst Eddu leikurinn spilast í kvöld?

„Við vorum með boltann mun meira. Svolítið skrítið að ná ekki að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik þannig við stýrðum leiknum svolítið mikið og áttum alveg örugglega fleiri skot en þær á markið.

„Þær breyta um leikaðferð þegar það eru svona korter til tuttugu mínútur eftir og smella bara í fimm fram að þá eðlilega kemur smá panik og þær hefðu alveg geta sett eitt eða tvö jafnvel en sem betur fer náum við að setja eitt undir lokin til þess að róa leikinn og taka stjórnina aftur."

Eru Þróttarar sáttir með uppskeruna eftir 11.leki?

„Uppskeran eftir svona marga leiki já en ég tel okkur eiga slatta inni og höfum verið vaxandi lið. Spilamennskan hefur síbatnandi. Það er ótrúlega flott að vera komin þetta mörg stig núna en eiga samt inni. Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtilegt mót líka, það geta allir unnið alla einhverneigin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner