Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 27. júlí 2021 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney meiddi sinn eigin leikmann illa
Wayne Rooney stýrir Derby County.
Wayne Rooney stýrir Derby County.
Mynd: Getty Images
Þetta undirbúningstímabil hjá Derby County er svo sannarlega ekki að fara vel.

Það eru minna en tvær vikur í Championship-deildina og Derby er bara með níu aðalliðsleikmenn skráða hjá félaginu - tveir af þeim eru markmenn.

Wayne Rooney, þjálfari liðsins, hefur verið að taka þátt á æfingum því það eru svo fáir leikmenn hjá félaginu.

Núna eru bara átta leikmenn heilir heilsu því Rooney sjálfur meiddi miðjumanninn Jason Knight á æfingu. Knight varð fyrir slæmum ökklameiðslum og verður frá næstu þrjá mánuðina.

Derby var sett í félagagaskiptabann í síðasta mánuði fyrir brot á fjárhagsreglum EFL en sambandið ákvað þó að slaka aðeins á reglunum í ljósi þess að félagið er ekki með marga aðaliðsmenn í hópnum. Félagið má fá fimm leikmenn á frjálsri sölu. Staðan er ekki góð.
Athugasemdir
banner
banner
banner