Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 27. september 2020 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild kvenna: Grindavík í vænlegri stöðu - Álftanes vann
Birgitta skoraði tvö mörk fyrir lið Grindavíkur.
Birgitta skoraði tvö mörk fyrir lið Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í dag. Álftanes vann gegn ÍR og Grindavík vann öruggan sigur á Hamri.

Báðir leikirnir hófust klukkan 14:00 og var leikið á Bessastaðavelli og Grindavíkurvelli.

Í Gindavík leiddu heimakonur með einu marki í hálfleik, Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði á 42. mínútu. Á 48. mínútu bætti Birgitta við sínu öðru marki og á 79. mínútu tryggði Unnur Stefánsdóttir sigur Grindavíkur. Á 91. mínútu skoraði Íris Sverrisdóttir sárabótamark fyrir gestina úr Hamri.

Eitt mark dugði Álftanesi gegn ÍR. Það var Gunnhildur Ómarsdóttir sem skoraði markið á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Birgitta hefur skorað ellefu mörk í deildinni í sumar og er 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar með þremur stigum meira en Fjarðab/Höttur/Leiknir sem er með sex stigum meira en Álftanes í 4. sætinu. Hamar er með fjórtán stig í 6. sætinu og ÍR er í 8. sæti með tíu stig.

Flest lið eiga eftir þrjá leiki en alls eru leiknar sextán umferðir.

Grindavík 3-1 Hamar
1-0 Birgitta Hallgrímsdóttir ('42)
2-0 Birgitta Hallgrímsdóttir ('48)
3-0 Unnur Stefánsdóttir ('79)
3-1 Íris Sverrisdóttir ('91)

Álftanes 1-0 ÍR
1-0 Gunnhildur Ómarsdóttir ('45)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner