Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   sun 27. september 2020 16:57
Baldvin Már Borgarsson
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var öskuillur í viðtali eftir leik. KR tapaði 2-1 fyrir Fylki á heimavelli fyrr í dag en það var gríðarleg dramatík í lokin þar sem Beitir var rekinn af velli eftir viðskipti sín við Ólaf Inga Skúlason. Fylkir tryggði sigurinn úr vítaspyrnunni en enginn virtist sjá atvikið nema Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari 2.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég náttúrulega bara sá það ekki, það er bara einn maður með arnaraugu, það er línuvörðurinn sem flaggar þetta og boltinn var löngu kominn í leik. Hann virðist ennþá vera að horfa á Beiti og Ólaf Inga þegar hann dæmir þetta, ég veit ekki hvað hann var að spá hann á að vera að fylgjast með hvert boltinn er að fara en gott að hann fylgist svona vel með leiknum því hann var með flaggið uppi meira og minna allan leikinn og tók eiginlega fleiri ákvarðanir heldur en dómarinn þannig ég veit ekki hvað hann var að spá.''

Þetta er gríðarlega mikil blóðtaka fyrir KR í evrópubaráttunni en þeir eru að keppa við Fylki meðal annars í þéttum og góðum pakka um tvö sæti.

„Við erum bara rændir hérna.''

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.''


Er Rúnar búinn að sjá þetta atvik aftur?

„Ég er búinn að sjá atvikið aftur já, þetta er ekkert flókið. Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leita með hausinn í hendurnar á Beiti og hann er bara að fiska þetta, hann lætur alltaf svona.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar leikinn betur, stóru atvikin sem og endurnýjunina á leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner