Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   sun 27. september 2020 16:57
Baldvin Már Borgarsson
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var öskuillur í viðtali eftir leik. KR tapaði 2-1 fyrir Fylki á heimavelli fyrr í dag en það var gríðarleg dramatík í lokin þar sem Beitir var rekinn af velli eftir viðskipti sín við Ólaf Inga Skúlason. Fylkir tryggði sigurinn úr vítaspyrnunni en enginn virtist sjá atvikið nema Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari 2.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég náttúrulega bara sá það ekki, það er bara einn maður með arnaraugu, það er línuvörðurinn sem flaggar þetta og boltinn var löngu kominn í leik. Hann virðist ennþá vera að horfa á Beiti og Ólaf Inga þegar hann dæmir þetta, ég veit ekki hvað hann var að spá hann á að vera að fylgjast með hvert boltinn er að fara en gott að hann fylgist svona vel með leiknum því hann var með flaggið uppi meira og minna allan leikinn og tók eiginlega fleiri ákvarðanir heldur en dómarinn þannig ég veit ekki hvað hann var að spá.''

Þetta er gríðarlega mikil blóðtaka fyrir KR í evrópubaráttunni en þeir eru að keppa við Fylki meðal annars í þéttum og góðum pakka um tvö sæti.

„Við erum bara rændir hérna.''

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.''


Er Rúnar búinn að sjá þetta atvik aftur?

„Ég er búinn að sjá atvikið aftur já, þetta er ekkert flókið. Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leita með hausinn í hendurnar á Beiti og hann er bara að fiska þetta, hann lætur alltaf svona.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar leikinn betur, stóru atvikin sem og endurnýjunina á leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner