Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   sun 27. september 2020 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Hefur verið rosa stemming
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum færist nær þeim möguleika að spila í Lengjudeildinni að ári eftir sigur liðsins á toppliði Kórdrengja í 2.deild karla í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Andri Jónasson Þrótturum yfir með marki eftir hornspyrnu sem reyndist sigurmarkið,

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Hrikalega sæt og verðskulduð.“
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar um stigin þrjú sem komu í hús í dag og bætti svo við. „Strákarnir stóðu sig alveg hrikalega vel og það var rosa fókus í 90 mínútur og vinnslan, við gáfum þeim ekki sekúndu frið og komum þeim í vesen.“

Mikil og góð stemming var á Vogaídýfuvellinum í dag og voru áhorfendur vel með á nótunum í stúkunni og mikil stemming í bæjarfélaginu fyrir liðinu almennt.

„Það er það svo sannarlega og hefur verið rosa stemming alveg síðan ég kom hingað. Það er frábært fólk að vinna með, flott aðstaða og allt til fyrirmyndar. Eins og sést þá er stemming og hún byrjar í klefanum og smitar vel út frá sér og menn eru að skila sínu og hafa virkilega gaman að því. “

Þróttur situr í 2.sæti deildarinnar að lokinni þessari umferð með 40 en talvert betri markatölu en liðin í kringum sig, Það má því segja að Þróttarar hafi örlögin í höndum sér.

„Já það er nú langt síðan við byrjuðum að segja jæja þetta er úrslitaleikur. Það má eiginlega ekkert misstíga sig og við höfum staðist hvern úrslitaleikinn á fætur öðrum en það er full eftir. Það eru 9 stig eftir. Við vitum það að við getum unnið alla en við verðum að vera á tánum, vel á tánum“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner