sun 27. september 2020 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jose svarar Solskjær: Stærð vítateigsins það sem skiptir Ole máli
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn á Brighton í gær að sitt lið hefði verið heppið að Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefði ekki verið á vellinum að mæla stærð markanna á Amex vellinum. Brighton skaut oft í markrammann í 2-3 útisigri United í gær.

„Við erum heppnir að Jose var ekki hérna til að mæla stærð markanna."

Jose svaraði Solskjær fyrir leik Tottenham og Newcastle sem nú er hafinn.

„Ég held að Ole sé ekki að pæla í hversu stórt markið er heldur hversu stór vítateigurinn er," sagði Mourinho og heldur áfram að skjóta á fjölda vítaspyrna sem United fær.

„Solskjær myndi ekki senda liðið sitt út á völlinn ef teigurinn væri átján jarda, einungis ef hann er 22ja jarda," sagði Mourinho.

Á enskunni er vítateigurinn oft kallaður 'eighteen yard box'.
Athugasemdir