Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 27. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór félög í Evrópu á eftir hægri bakverði Norwich
Ítölsku félögin AC Milan og Roma hafa bæst í kapphlaupið um Max Aarons, hægri bakvörð Norwich í Championship-deildinni á Englandi.

Þetta segir Sky Sports en þar kemur líka fram að Bayern München og Barcelona hafi augastað á honum. Bæði Bayern og Barcelona eru einnig á eftir Sergino Dest, bakverði Ajax.

Aarons er tvítugur að aldri og spilaði 36 af 38 leikjum Norwich í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Sky Sports sagði frá því fyrr í mánuðinum að Barcelona hefði náð persónulegu samkomulagi við Aarons um að fá hann á láni, en Norwich vildi ekki lána hann.

Aarons er samningsbundinn Norwich til 2024 en hann er ekki eini varnarmaður félagsins sem hefur vakið athygli félaga í Evrópu. Miðvörðurinn Ben Godfrey er undir smásjá AC Milan á Ítalíu og Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Norwich féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner