Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Betis með fæst töp á árinu
Mynd: Getty Images
Spænska liðið Real Betis hefur aðeins tapað þremur leikjum á þessu ári en ekkert lið hefur tapað færri leikjum í fimm stærstu deildum Evrópu.

Betis tapaði fyrir Barcelona í febrúar og síðan Sevilla í mars en síðasta tap liðsins kom gegn Real Madrid í lok ágúst á þessu tímabili.

Liðið hefur unnið fjórtán deildarleiki og gert tólf jafntefli á þessu ári en liðið situr nú í 7. sæti með 12 stig. Liðið hefur unnið þrjá og gert þrjú jafntefli á þessari leiktíð.

Betis hefur tapað fæstum leikjum af öllum liðum í fimm efstu deild Evrópu á þessu ári ef allar keppnir eru teknar með í dæmið.

Real Madrid hefur tapað fjórum leikjum og sömu sögu má segja af Bayern München.


Athugasemdir
banner
banner
banner