Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. september 2022 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool horfir til Fernandez - Gæti kostað 120 milljónir
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez er ofarlega á óskalista enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool.

Hann var orðaður við félagið í sumar en fór þá til Benfica í Portúgal frá River Plate í heimalandi sínu. Benfica borgaði fyrir hann 18 milljónir evra.

O Jogo í Portúgal segir frá því að áhugi Liverpool hafi ekkert horfið, félagið sé enn að fylgjast vel með leikmanninum.

Því er haldið fram að það sé ekki útilokað að Liverpool muni reyna að kaupa hann í janúar eða næsta sumar. Það mun taka mikið til þess að hann fari í janúar og líklegra að hann fari þegar tímabilinu lýkur.

Fernandez er með riftunarverð í samningi sínum upp á 120 milljónir evra og það er ljóst að hann verður ekki ódýr.

Liverpool keypti sóknarmanninn Darwin Nunez frá Benfica síðasta sumar, en kaupverðið þar var allt að 100 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner