De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 27. september 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningaþrungin stund í Tékklandi - „Fúlt að kveðja svona"
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Mikið af tilfinningum í þessu og margir að spila sinn síðasta leik. Þetta er helvíti fúlt," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, eftir að hafa misst af sæti í lokakeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Tékka og er því úr leik en fyrri leiknum lauk með 2-1 tapi á Víkingsvellinum.

Hetjuleg barátta hjá drengjunum en þetta var síðasti leikur margra fyrir U21 árs landsliðsins og er Brynjólfur þar með talinn. Hann er þakklátur fyrir allar minningarnar með strákunum.

„Eiginlega ekki. Búinn að vera stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs og fullt af ungum strákum og frábærum leikmönnum. Þetta er heiður en leiðinlegt að þetta skildi enda svona."

„Þetta er búið að vera geðveikt. Maður var partur af síðasta liði sem fór á EM. Þetta er fullt af strákum sem maður hefur alist upp með úr Breiðabliki og svo helling af strákum sem hefur fengið að kynnast en leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Við hittumst einhvern tímann aftur og allir góðir félagar en fúlt að kveðja svona."

Brynjólfur var ánægður með framlagið í leiknum en það vantaði svakalega lítið upp á til að koma boltanum í netið.

„Mér fannst við frábærir í þessum leik. Mér fannst við spila mun betur en við gerðum heima á gervigrasinu. Það var helling af pressu í þessum leik en það gefur manni meiri orku og maður er kúl á boltanum. Þora að taka á móti honum og taka stuttar sendingar. Frábær leikur á útivelli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner