Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   þri 27. september 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningaþrungin stund í Tékklandi - „Fúlt að kveðja svona"
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Mikið af tilfinningum í þessu og margir að spila sinn síðasta leik. Þetta er helvíti fúlt," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, eftir að hafa misst af sæti í lokakeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Tékka og er því úr leik en fyrri leiknum lauk með 2-1 tapi á Víkingsvellinum.

Hetjuleg barátta hjá drengjunum en þetta var síðasti leikur margra fyrir U21 árs landsliðsins og er Brynjólfur þar með talinn. Hann er þakklátur fyrir allar minningarnar með strákunum.

„Eiginlega ekki. Búinn að vera stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs og fullt af ungum strákum og frábærum leikmönnum. Þetta er heiður en leiðinlegt að þetta skildi enda svona."

„Þetta er búið að vera geðveikt. Maður var partur af síðasta liði sem fór á EM. Þetta er fullt af strákum sem maður hefur alist upp með úr Breiðabliki og svo helling af strákum sem hefur fengið að kynnast en leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Við hittumst einhvern tímann aftur og allir góðir félagar en fúlt að kveðja svona."

Brynjólfur var ánægður með framlagið í leiknum en það vantaði svakalega lítið upp á til að koma boltanum í netið.

„Mér fannst við frábærir í þessum leik. Mér fannst við spila mun betur en við gerðum heima á gervigrasinu. Það var helling af pressu í þessum leik en það gefur manni meiri orku og maður er kúl á boltanum. Þora að taka á móti honum og taka stuttar sendingar. Frábær leikur á útivelli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner