Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
   þri 27. september 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningaþrungin stund í Tékklandi - „Fúlt að kveðja svona"
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Mikið af tilfinningum í þessu og margir að spila sinn síðasta leik. Þetta er helvíti fúlt," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, eftir að hafa misst af sæti í lokakeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Tékka og er því úr leik en fyrri leiknum lauk með 2-1 tapi á Víkingsvellinum.

Hetjuleg barátta hjá drengjunum en þetta var síðasti leikur margra fyrir U21 árs landsliðsins og er Brynjólfur þar með talinn. Hann er þakklátur fyrir allar minningarnar með strákunum.

„Eiginlega ekki. Búinn að vera stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs og fullt af ungum strákum og frábærum leikmönnum. Þetta er heiður en leiðinlegt að þetta skildi enda svona."

„Þetta er búið að vera geðveikt. Maður var partur af síðasta liði sem fór á EM. Þetta er fullt af strákum sem maður hefur alist upp með úr Breiðabliki og svo helling af strákum sem hefur fengið að kynnast en leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Við hittumst einhvern tímann aftur og allir góðir félagar en fúlt að kveðja svona."

Brynjólfur var ánægður með framlagið í leiknum en það vantaði svakalega lítið upp á til að koma boltanum í netið.

„Mér fannst við frábærir í þessum leik. Mér fannst við spila mun betur en við gerðum heima á gervigrasinu. Það var helling af pressu í þessum leik en það gefur manni meiri orku og maður er kúl á boltanum. Þora að taka á móti honum og taka stuttar sendingar. Frábær leikur á útivelli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner