Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mið 27. september 2023 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir sneri aftur á völlinn - Gummi Tóta byrjaði í jafntefli
Sverrir Ingi gæti verið klár í næsta landsleikjaglugga
Sverrir Ingi gæti verið klár í næsta landsleikjaglugga
Mynd: FCM
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason sneri aftur á völlinn í 2-0 sigri Midtjylland á Næstved í danska bikarnum í kvöld.

Blikinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í byrjun leiktíðar og missti meðal annars af síðasta landsliðsverkefni.

Hann var í byrjunarliði Midtjylland í kvöld og spilaði fyrri hálfleikinn áður en honum var skipt af velli.

Jákvæðar fréttir fyrir októbermánuð og vonandi að hann verði klár í næsta landsleikjaglugga.

Hinn ungi og efnilegi Daníel Freyr Kristjánsson var á bekknum hjá Midtjylland en kom ekki við sögu.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði OFI Crete sem gerði 1-1 jafntefli við Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni. Selfyssingurinn fór af velli á 70. mínútu. Crete er í 4. sæti með 9 stig.

Ögmundur Kristinsson sat þá á bekknum hjá Kifisias sem gerði 1-1 jafntefli við Lamia. Kifisias, sem er nýliði í deildinni, er með 5 stig í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner