fös 27. nóvember 2020 14:00
Ungstirnin
Hefði viljað skora meira
Brynjólfur í leik í sumar.
Brynjólfur í leik í sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Brynjólfur Andersen Willumsson og Davíð Ingvarsson, leikmenn Breiðabliks, eru gestir vikunnar í hlaðvarpsþættinum Ungstirnunum.

Brynjólfur skoraði fjögur mörk í sautján leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en þrjú þeirra komu úr vítaspyrnum. Hann segist vilja bæta fleiri mörkum við leik sinn næsta sumar.

„Þetta voru ekki beint vonbrigði en augljóslega hefði ég viljað skora meira," sagði Brynjólfur í þættinum.

„Ég vil fyrst og fremst sjá til þess að liði vinni fleiri leiki. Ég og liðið hefðum viljað eiga betra tímabil. Ég er þannig séð sáttur eftir tímabiiið, ég átti ágætt tímabil, en auðvitað vil ég skora meira og ég verð að vinna í því."

Davíð ræddi líka um tímabilið hjá Breiðabliki. „Við spiluðum allt öðruvísi fótbolta. Óskar (Hrafn Þorvaldsson) og Halldór (Árnason) komu með nýjar áhreslur sem eru mjög góðar. Það tekur kannski smá tíma að fá sjálfstraustið í að spila svona," sagði Davíð.

Í þættinum fóru þeir félagar meira yfir tímabilið hjá Breiðabliki, næsta tímabil, framtíðarmarkmið, U21 auk þess sem þeir spreyttu sig í spurningakeppni og margt fleira.

Hér að neðan má hlusta á Ungstirnin.
Ungstirnin - 2000 úrvalslið og Blikar koma í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner