Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. nóvember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Lucas spáir í Spánn - Þýskaland
Andri í leik með Norrköping.
Andri í leik með Norrköping.
Mynd: Guðmundur Svansson
Spánn mætir Þýskalandi í lokaleik dagsins á HM. Um er að ræða seinni leikinn í 2. umferð E-riðils.

Spánn er með þrjú stig eftir öruggan 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrstu umferð en Þýskaland er án stiga eftir tap gegn Japan í fyrstu umferð.

Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen spáir í leikinn. Andri er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en áður en hann fór þangað lék hann með unglingaliði Espanyol og B-liði Real Madrid.

Spánn 2 - 1 Þýsklaland
Held að Spánn taki þetta 2-1, þeir verða hættulegri og betri á boltanum með mikið posession og held að þeir munu komast í 2-0.

Þýskaland eru samt með snögga og tæknilega góða sóknarmenn og nýta sér líklegast eina skyndisókn til að skora í seinni hálfleik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner