Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brasilíumenn fagna meiðslum Neymar - „Á þetta ekki skilið"
Mynd: EPA

Neymar meiddist á ökkla í fyrsta leik Brasiliu á HM gegn Serbíu og það er óljóst hversu mikið hann getur tekið þátt á mótinu.


Brasilía vann Serbíu 2-0 en Richarlison leikmaður Tottenham skoraði bæði mörkin. Brasilía leikur sinn annan leik á mótinu gegn Sviss á morgun.

Neymar mun ekki geta tekið þátt í þeim leik en það er óljóst með framhaldið.

Margir Brasilíumenn fögnuðu meiðslunum af pólitískum ástæðum. Neymar studdi sitjandi forseta Brasilíu í forsetakosningunum í ár en hann tapaði og nýr forseti tekur við um áramótin.

Casemiro tjáði sig um Neymar á fréttamannafundi.

„Það er sorglegt að fólk óski öðrum illt en því miður er svona fólk til. Ég vil ekki ræða þetta mikið því ég verð sár. Neymar hefur hjálpað mörgum mikið, hann er með stórt hjarta, hann á þetta ekki skilið," sagði Casemiro.

Sjá einnig:
Ólíklegt að Neymar muni spila meira í riðlakeppninni


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner