Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. nóvember 2022 11:47
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Belgíu og Marokkó: Belgar gera þrjár breytingar
Thorgan Hazard byrjar inná.
Thorgan Hazard byrjar inná.
Mynd: EPA

Annar leikur dagsins á HM í Katar er viðureign Belgíu og Marokkó í F-riðli. Leikurinn hefst klukkan 13.


Belgar unnu sinn fyrsta leik á mótinu gegn Kanada með einu marki gegn engu en Belgía var ekki að spila sinn besta leik og var í raun heppið að sleppa með stigin þrjú úr þeim leik.

Marokkó gerði markalaust jafntefli í bragðdaufum leik gegn Króatíu í fyrstu umferð og því er þessi riðill galopinn og allt getur gerst. Síðar í dag mætast Króatía og Kanada.

Byrjunarliðin úr leik Belgíu og Marokkó eru komin en Onana og Thorgan Hazard og Thomas Meunier koma inn í liðið. Yuri Tielemans, Yannick Carrasco og Leander Dendoncker fara út.

Hjá Marokkó eru Achraf Hakimi og Ziyech á sínum stað.

Belgía: Courtois; Meunier, Vertonghen, Alderweireld, Castagne; Witsel, Onana; Thorgan Hazard, De Bruyne, Eden Hazard; Batshuayi.

Marokkó: Bono; Hakimi, Saïss, Aguerd, Mazraoui; Amrabat, Ounahi, Amallah; Boufal, En-Nesyri, Ziyech.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner