Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 27. nóvember 2022 11:55
Aksentije Milisic
HM: Kosta Ríka setti riðilinn upp í háaloft með sigri
Fuller fagnar markinu.
Fuller fagnar markinu.
Mynd: EPA
Navas var öflugur.
Navas var öflugur.
Mynd: Getty Images

Japan 0 - 1 Costa Rica
0-1 Keysher Fuller ('81)

Fyrri leik dagsins í E-riðli á HM í Katar er lokið en þar áttust við Japan og Kosta Ríka.


Japan vann Þýskaland í fyrsta leik sínum á meðan Kosta Ríka var niðurlægt af Spáni.

Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur en það kom ekki ein tilraun á markið. Hins vegar gerðust hlutirnir í þeim síðari.

Japan sótti miklu meira og var Kosta Ríka í nauðvörn stóran hluta síðari hálfleiks. Japan gekk illa að skapa sér dauðafæri en átti liðið þó nokkra ágætis sénsa.

Það var algjörlega þvert gegn gangi leiksins þegar Keysher Fuller skoraði og kom Kosta Ríku í forystu á 81. mínútu leiksins.  Kosta Ríka komst í skyndisókn sem endaði með góðu vinstri fótar skoti frá Fuller sem rataði í netið. Fuller spilar í deildinni í Kosta Ríka.

Smelltu hér til að sjá markið

Japanir fengu dauðafæri stuttu síðar en Keylor Navas var betri en enginn í rammanum hjá Kosta Ríku.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og setja þessi úrslit E-riðilinn í háaloft. Nú eru Japan og Kosta Ríka með þrjú stig, ásamt Spáni en Þýskaland er með núll.

Í kvöld er síðan stórleikur þegar Spánn og Þýskaland mætast.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner