Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. nóvember 2022 14:56
Aksentije Milisic
HM: Marokkó skellti Belgíu - Ekki enn fengið á sig mark
Abdelhamid Sabiri fagnar.
Abdelhamid Sabiri fagnar.
Mynd: EPA
Gekk ekki upp hjá Belgum í dag.
Gekk ekki upp hjá Belgum í dag.
Mynd: EPA

Belgium 0 - 2 Morocco
0-1 Abdelhamid Sabiri ('73 )
0-2 Zakaria Aboukhlal ('90)

Fyrri leik dagsins í F-riðli er lokið en þar áttust við Belgía og Marokkó í hörkuleik.


Belgar voru með þrjú stig fyrir leikinn en Marokkó með eitt en á eftir mætast Króatía og Kanada í sama riðli.

Belgar voru ögn sterkari í fyrri hálfleiknum en Marokkó átti einnig sín áhlaup. Í uppbótartíma fyrri halfleiks skoraði Hakim Ziyech beint úr aukaspyrnu en dómarinn var sendur í VAR skjáinn til að skoða markið.

Þar mátti sjá að varnarmaður Marokkó var rétt fyrir innan en hann kom ekki við knöttinn. Rangstæðan var hins vegar dæmd því hann reyndi við boltann og á að hafa truflað Thibaut Courtois, markvörðu Belganna.

Staðan var markalaus í hálfleik en Marokkó var betra liðið í síðari hálfleiknum og komst verðskuldað yfir á 73. mínútu leiksins.

Markið skoraði Abdelhamid Sabiri en markið var ekki ósvipað markinu hjá Ziyech sem var dæmt af. Hann skaut úr aukaspyrnu utan af kanti og aftur var Courtois í allskonar brasi í markinu.

Belgar sóttu mikið það sem lifði leiks en Munir varði þau skot sem komu á markið.

Það var á 92. mínútu leiksins sem Marokkó kláraði leikinn. Ziyech átti þá góðan sprett og fann Zakaria Aboukhlal sem kláraði færið frábærlega upp í nærhornið.

Marokkó er með fjögur stig eftir tvo leiki og á enn eftir að fá á sig marki. Belgía er með þrjú stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner