Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. nóvember 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leroy Sane fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum
Mynd: EPA

Kantmaðurinn fljóti Leroy Sane kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Þýskalands gegn Spáni í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í dag.


Sane fékk kjörið tækifæri til að stela sigrinum á lokasekúndum leiksins þegar hann slapp innfyrir vörn Spánverja á 96. mínútu.

Sane, sem kom á fleygiferð, var alltof lengi að taka ákvörðun. Í stað þess að gefa fyrir eða skjóta þá hljóp hann með boltann útaf en var heppinn að vinna hornspyrnu. Dómarinn tók ekki eftir að boltinn var farinn útfyrir endamörk.

Sigurmark frá Sane hefði svo gott sem tryggt Þjóðverjum úrslitaleik við Kosta Ríka um sæti í útsláttarkeppni HM. Nú þurfa Þjóðverjar þess í stað að vinna gegn Kosta Ríka og treysta á að Japan sigri ekki Spán.

Sjáðu klúðrið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner